top of page

Sætkartöflumús

500gr sætar kartöflur, 2 meðal stórar kartöflur, 1 tsk. Chilliflögur Pottagaldra, safi úr 1/2 sítrónu, 2 msk. smjör, 2. msk. hreinn rjómaostur, Pekan hnetur eftir smekk, 1 msk. rótargrænmeti, salt og pipar

Skræla allar kartöflurnar og skera niður í bita. Kartöflurnar svo settar í pott og vatn latið fljóta yfir. Chilli flögunum bætt við má líka sleppa eða jafnvel bæta við og gera sterkari útgáfu. Sítrónusafa bætt út í pottinn. Suðan látin koma upp og soðið í um 20 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar. Vatninu helt af. Kartöflurnar settar í matvinnsluvél með smjöri og rjómaosti. Bragðbætt með salti, pipar. Kartöflumúsin sett í eldfast mót og pekan hnetunum raðað ofan á. Magn eftir smekk. Gott að hita upp 10 min ofni fá sjóðheita kartöflumús með heitum hnetunum á 200 gráðum með blæstri.



Comments


Staðsetning:

Dalbrekka 42,

200 Kópavogur, Ísland

(Laufbrekka 18 niðri)

Opnunartími skrifstofu:

Mánudag - fimmtudags 9:00 - 14:00

Föstudag 9:00 - 12:00

Hafa samband:

S. 564-4449

pottagaldrar@pottagaldrar.is

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page