Hrein krydd
Cayenna pipar er oftast notaður með öðru kryddi og kryddjurtum til að fá snerpu í matinn. Hann er ekki ilm né bragðmikill, en er afar sterkur/heitur og er mikið notaður í mexíkósa og indverska rétti. Cayenna pipar inniheldur C vítamín og sagt er að hann bæti meltinguna. Er honum þá blandað saman við ólífuolíu og sítrónusafa til inntöku. Cayenna piparinn er afar sterkur og skal nota hann varlega og í hófi.
Ceylon kanill nýtur mikilla vinsælda og er mikið notaður í hverskonar matseld, jafnvel borðaður með því að blanda hann við djús eða vatn ásamt kúrkúma/túrmerik, karrý og svartan pipar sér til heilsubótar.
Chilli jurtin er með þeim sterkustu kryddjurtum sem völ er á. Hún er ýmist möluð eða rifin í flögur eins og í þessu glasi. Flögurnar er ýmist notaðar beint út á pönnuna eða í pottréttinn. Jafnvel í kaldar sósur. Flögurnar eru afar sterkar svo best er að smakka sig til.
Af cumin jurtinni eru fræin notuð ýmist heil eða möluð. Cumin er oftast notað í indverska, arabíska, asíska og mexíkóska matargerð. Cumin spilar oft stórt hlutverk í karrýblöndum. Það er sjaldan notað eitt og sér en er notað í samspili við önnur krydd sem uppskriftin segir til um. Þar sem cumin kryddið er mjög bragðmikið skal nota það í hófi. Cumin er oft ruglað saman við kúmen(caraway seeds) sem er gjörólíkt á bragðið.
Cumin fræ eru notuð í indverska rétti, sultur(chutney) og í matargerð Afríku og Miðausturlanda. Gott er að rista þau á heitri pönnu og mylja í mortéli með öðrum spennandi kryddfræjum. Ristuð cumin fræ eru t.d. góð út á sumarsalöt. Mulið cumin er eitt af undirstöðukryddi í karríblöndur.
Dill er mikilvægt í fisk- og sjávarrétti. Bæði blöðin (grænt dill) og fræin eru notuð af jurtinni. Vinsældir dills til matargerðar nær aftur til forn-Grikkja og Rómverja. Dill er ómissandi í fiskisúpuna og fiskisósuna og þá er það gott í ýmsa kjúklinga- og pastarétti. Dill, bæði blöð og fræ, eru notuð í graflaxblöndu til að grafa lax og annan fisk.
Einiberjarunninn vex jafnt í köldu og heitu loftslagi. Ber runnans eru sæt, ilmrík og jafnvel vottar fyrir barrbragði. Sagt er að berin sem vaxa sunnar á hnettinum innihaldi meiri olíu og séu bragðsterkari. Einiberin eru ómissandi í alla villibráðamatseld, s.s. með lambakjötinu, rjúpunni, hreindýrakjötinu, gæsinni, og er ekki síst góð á laxinn. Gott er að mylja berin í morteli og blanda saman við önnur krydd sem nota á við matseldina.
Engifer er ein af þekktustu kryddtegundum mannkynsins. Falleg jurt sem blómstrar gulum blómum með fjólubláum "vörum". Kryddið sjálft kemur frá rót jurtarinnar og jafn notað ferskt eða þurrkað í duftformi. Engiferduftið leikur oft aðalhlutverkið í mörgum kökum, kexafbriðgum, brauði, búðingum og öðrum sætum eftirréttum. Engifer er einnig notað í ýmsa kryddlegi, sultur(chutney) og sósur. Í austurlenskri matargerð er engifer aftur á móti notað í súpur, fisk- og kjötrétti.
Estragon er bragðmikil jurt og notuð oftast sem undirtónn í réttum. Það er ómissandi í Bernaisesósu og kryddsmjöri. Þá þykir það ljúffengt í ýmsa fiski- og kjúklingarétti, í súpur, sósur, eggja- og salatrétti. Þá er það einnig notað í kryddolíur og í edik og vert er að prófa það í samspili við aðrar kryddjurtir og á lambakjötið.
Fennil þykir minna á bragð anisjurtar, en er þó mildara og sætara. Það er mikið notað í fiskrétti og grænmetisrétti. Á Ítalíu er jurtin notuð í svína- og kálfakjötsrétti og þykir ómissandi til kryddleggingar á sniglum. Fennil hefur mjög magnað bragð og skal notast í hófi til að yfirgnæfa ekki bragð annarra jurta eða hráefnis.
Graslaukur vex villtur víða um Evrópu og Norður-Ameríku. Hann er harðgerð jurt og dafnar vel í íslenskum görðum. Graslaukur hefur mikið notagildi í matseldinni. Hann er góður í alla fiskrétti, sósur og súpur, í majónessalöt, s.s. eggja-, túnfisk- og kartöflusalöt, svo og fersk salöt og margt fleira. Þar sem hann er fagurgrænn er hann einnig notaður til skreytinga í matargerðinni.
Á ákveðnu þroskastigi piparsins verða kornin græn og þá tínd. Sum eru áfram þurrkuð í sólinni og verða þá svört. Enn önnur halda áfram að þroskast á jurtinni og tínd síðar og meðhöndluð til að verða að hvítum piparkornum. Græn piparkorn eru miðlungs sterk. Ferskleiki þeirra helst vel sem heilt korn og kemur fram þegar þau eru mulin í piparkvörn eða í mortéli. Þau eru notuð í allar tegundir hráefnis eftir smekk viðkomandi.
Hvítlaukurinn þykir gulls í gildi fyrir kropp og sál og er nýttur jafnt sem fæðubótarefni og í matargerð. Hvítlaukurinn hæfir flestu hráefni, kjöti, fiski, grænmeti og kemur nánast við sögu í annarri hvorri matreiðsluuppskrift. Hann getur spilað aðalhutverkið í réttinum eða sem undirtónn með öðru kryddi og kryddjurtum. Hvítlaukur er tilvalinn í smjör, á brauð og í sýrðum rjóma eða majónessósur.
Hreinn kanill kemur upprunalega frá Ceylon en annað afbrigði, cassia börkurinn, er eitt elsta krydd mannkynssögunnar. Kanill er sæt kryddtegund og notuð í kökur, brauð, grauta og sæta eftirrétti. Hann er einnig notaður til að bragðbæta sýróp, vín og kremtegundir. Í Arabalöndum, Indlandi og Ceylon er kanillinn einnig notaður til matargerðar, einn og sér eða með öðru kryddi. Kanilduftið er kröftugt af bragð og ilmi og skal nota það í hófi ef ekkert ákveðið magn fylgir uppskrift.
Kardimommukrydd er að uppruna indverskt krydd en Evrópubúar kynntust því á hámenningarskeiði Grikkja og Rómverja. Kryddið sjálft kemur af fræ jurtarinnar, ýmist notað heilt eða í duftformi. Það minnir okkur talsvert á jólin. Kardimommuduft er notað í kökur og önnur sætabrauð. Á Indlandi og Arabalöndum eru kardimommur heilar eða í duftformi einnig notaðar til matargerðar og til sultugerðar(chutney).
Af kóriander jurtinni eru notuð bæði fræin og blöðin. Kórander kryddið er mikið notað í indverska, arabíska og asíska matargerð. Bragðið og ilmurinn er dálítið óráðinn og vottar fyrir sítrónu/appelsínukeimi. Kóriander kryddið er oftast notað í samspili með öðrum kryddum og í karrýblöndur. Kryddið hentar nánast öllu hráefni, fiski, kjöti, grænmeti, í ostarétti, súpur, sósur og sæta ábætisrétti.
Kóríander fræ eru mikið notuð í mið-austurlanda- og indverska rétti, þá ristuð á pönnu og mulin í mortéli. Við slíkam eðferð næst hámakrs bragð- og ilmgæði fræjanna sem nýtast í matargerðinni. Ilmur þeirra er sætur með örlitlum sítrónu- appelsínukeim. Evrópubúar nota kóríander fræin til þess að sulta grænmeti (pickles).
Kúmen vex víða á norðlægum slóðum. Á Íslandi vex hún bæði villt og í görðum. Kúmenfræ eru mikið notuð í hvers kyns bakstur og matargerð, s.s. í brauð og kökur, osta, pottrétti, súpur og margt fleira.
Laukduft er mikið notað í matseldina í stað lauks til jafns við hvítlauksduft. Það má t.d. nota það í kartöflusalat, út á lambakjöt, svínakjöt og margt fleira.
Kryddið er náskylt oreganó kryddum en majoran er mun bragðmildara. Sagt er að majoran jurtin hafi róandi áhrif á sál og líkama, notuð fersk í seyði. Majoran kryddið er ómissandi í ítalska matargerð og er ein af undirstöðum í pizzasósuna. Vegna mildleika sinnar hentar hún með öllu hráefni, kjöti, fiski, hvers kyns villibráð, í salöt, sósur og pottrétti en þá skal krydda með henni rétt í lok matreiðslunnar þar sem hún missmir mjög bragð sitt við mikla suðu.
Matarsódi er lyftiefni fyrir brauð, kökur, pizzabotna í stað gers og annan bakstur með hvers kyns mjöli. Til er gamalt húsráð um að setja matarsóda í opið ílát í ísskáp og frysti til að fjarlægja óæskilega lykt sem getur fylgt matvælum. Takmörkuð notkun í matvælum, aðallega notað í bakstur.
Múskat er notað í hverskyns kökur og sæta rétti. Þá er það notað í ostasósur, hvítan jafning, eggjarétti, "soufflé", kartöflumús og til pylsugerðar. Ítalir nota múskat í spínatrétti, s.s. í raviolifyllingu og í austurlöndum nær og fjær er múskat notað með öðrum kryddum í lambakjöts- og grænmetisrétti. Múskat er mjög bragðmikið og skal nota það varlega. Of mikið múskat getur eyðilagt réttinn.
Mynta er algeng til matargerðar um víða veröld. Hún hentar vel til að krydda lambakjöt og "appelsínuönd". Þa er hún notuð til sósu- og sultugerðar, s.s. myntuhlaup. Myntan er mikið notuð í arabíska mtarargerð og í Víetnam. Þá má búa til myntute sem á að vera gott fyrir meltinguna. Arabar báru myntugrein á sér og gáfu sem vinavott. Mentól er unnið úr myntunni sem er notað í sælgætis- og lyfjageiranum.
Negull kemur upprunalega frá smáeyjum í suðausturhluta Asíu. Jurtin er sígræn og getur orðið allt að 12 metrar á hæð. Bestu vaxtarskilyrði hennar eru nálægt sjó. Negulnaglarnir eru unnir úr brumi jurtarinnar. Negulduft er mikið notað í kryddkökur, eplarétti, búðinga og unnar kjötvörur, s.s. grísasultu, spægipylsu og kæfur. Það er einnig notað í sumar karrýblöndur. Þar sem negulduftið er afar kröftugt að ilmi og bragði skal nota það í hófi í matar- og kökugerð.
Negull kemur upprunalega frá smáeyjum í suðausturhluta Asíu. Negulnaglarnir eru unnir úr brumijurtinni. Blómin eru bleik að lit, en þegar þau eru þurrkuð vandlega í sólinni á pálmablöðum eða yfir lágum hita fá þau sinn dökkbrúna lit. Negulnaglar eru notaðir í hvers kyns pickles. Þeir eru ómissandi á svínasteikina, góðir í pottrétti og margt fleira. Þeir eru góðir til að krydda heilan bakaðan lauk, í búðinga og til að bragðbæta sósur.
Til eru mörg afbrigði af oreganó og má þar nefna t.d. majoran kryddið sem þó er frábrugðið í ilmi og bragði. Kryddjurtin vex að mestu við Miðjarðarhafið. Hún er fjölær og ilmrík með sígrænum blöðum. Oreganó er eitt helsta krydd Ítala, ómissandi í tómatrétti og með pizzunni. Kryddið er gott í baunarétti, í fisk- og skelfiskrétti og passar ágætlega með öllu kjöti í hóflegu magni. Kryddið er mjög gott í okkar íslensku kjötsúpu og í hvers kyns pottrétti.
Paprika er ræktuð víðs vegar í Evrópu og Ameríku og er paprikuduftið unnið úr henni. Bragð paprikuduftsins getur verið mismunandi, allt frá því að vera sætt til sætbeiskt. Paprika er notuð í hvaða rétt sem er og hentar öllu hráefni: kjöt, sjávarafurðum og grænmeti og kemur víða við í uppskriftum, jafnvel í brauðbakstri.
Pipar er eitt elsta og mikilvægasta krydd mannkynsins og er fræ hitabeltisjurtar. Hann hélt í humátt á eftir manninum þegar hann flutti sig með kaupmannalestum. Svartur og hvítur pipar eru fræ sömu jurtarinnar en mismunandi meðhöndluð í þroskaferli þeirra og á eftir týnslu. Bæði hvítur og svartur pipar henta á allt hráefni. Það er smekksatriði hvor þeirra er notaður í matreiðslu og mikill munur á, en báðir eru ómissandi til að gefa snerpu í matinn.
Svartur pipar kemur af vínpiparættinni. Jurtin er hitabeltisjurt. Berin eru tínd græn af jurtinni og þurrkuð í sólinni þar til þau verða dökkbrún eða svört. Svartur malaður pipar er notaður í matseld og unnar matvörur. Oft er það smekksatriði hvor piparinn er notaður, svartur eða hvítur, en í pottrétti og indverska matargerð hentar svartur pipar mjög vel og er ómissandi í íslenska plokkfiskinn. Best er að gæta hófs við notkun hans og prófa sig áfram með smökkun á matnum við eldun hans.
Reykt paprika er nýjung á Íslandi. Hún hefur sést í ýmsum uppskriftum en hefur verið ófáanleg hingað til. Reykta papriku má nota á margan hátt, t.d. með því að kryddleggja kjúkling, lambakjöt, svínakjöt eða nautakjöt og grilla það eða steikja. Einnig er tilvalið að fara á Google og slá inn "smoked paprika", koma þar fram hinar ýmsu upplýsingar um uppskriftir.
Reykt paprika er nýjung á Íslandi. Hana má nota á margan hátt, t.d. með því að kryddleggja kjúkling, lambakjöt, svínakjöt eða nautakjöt og grilla það eða steikja.
Rósapipar eru þurrkuð ber af hjartaaldinætt, upprunin frá Brasilíu. Þau eru mild með sætum keim og þykja henta vel fyrir fisk, grænmetisrétti og í mildar sósur. Þau eru mulin í mortéli eða í piparkvörn. Þá eru heil korn oft notuð til að fegra matinn og jafnvl blandað saman við annan pipar í piparkvörninni eða mortélinu.
Rósmarínjurtin er sígræn jurt, ilmrík og bragðsterk. Til forna var hún notuð til lækninga í formi rósmarínolíu og enn er hún mikið notuð í margar tegundir hársápa. Rósmarín sem krydd er mikið notað í lambakjötsrétti, á villibráðir, í kálfa- og svínakjöt, kjúkling og í skelfisksrétti. Þar sem kryddið er afar bragðsterkt skal nota það í litlu magni í aukahlutverki. Örlítið magn í kjötsúpuna gefur gott bragð og með grilluðum lax gefur hún honum nýtt og spennandi bragð.
Saffran jurtin rekur uppruna sinn til Asíu. Saffran kryddið eru þræðir knúpsins og eru þeir handtíndir. Af 100 þús. knúpum kemur 1 kíló af kryddi. Saffran er ómissandi í spánska paellu, fisk- og sjávarréttasúpur, kjúklinga-, hrisgrjóna-, og grænmetisrétti. Saffran er litsterkt og gefur afar sérstakt bragð. Örlítið magn gefur góðan lit, göfugan ilm og himneskt bragð í matinn.
Salvía er ætíð góð á svína-, lamba- og kjúklingakjöt. Hún er ómissandi þáttur í kalkúna- og kjúklingafyllingar, jafnvel í gæsafyllingu. Hún er notuð með öðru kryddi á villibráðir og hentar vel í pylsu- og kæfugerð. Hjá Ítölum er hún notuð í kálfakjötsrétti og í hvítbaunaréttum. Salvía er dregið af sögninni "to safe" eða ,,að bjarga" og á að hafa lækningamátt, notuð í seyði. Indjánar nota salvíuknyppi sem reykelsi til að hreina áruna.
Steinselja er eitt vinsælasta krydd veraldar, enda auðræktuð. Hjá Rómverjum til forna voru skylmingamenn látnir borða steinselju fyrir einvígi þeirra þar sem hún átti að gefa þeim styrk. Steinseljuna má nota í allar matargerðir og rétti með hvaða hráefni sem er. Bragð hennar er afar ljúft og fíngert og aldrei yfirgnæfandi. Steinseljan er mikill diplómat með öðrum kryddjurtum. Hún er einnig mikið notuð til skreytinga á diskum, stráð yfir brauðterur og í salöt til fágunar og smekkvisi.
Pipar er eitt elsta og mikilvægasta krydd mannkynsins og er fræ hitabeltisjurtar. Svartur og hvítur pipar eru fræ sömu jurtarinnar en mismunandi meðhöndluð í þroskaferli þeirra og á eftir tínslu. Það er smekksatriði hvor þeirra er notaður í matreiðslu og mikill munur á, en báðir eru ómissandi til að gefa snerpu í matinn. Þá þykir svartur pipar ómissandi á nautakjöt og steiktur út í kryddolíur, í salöt, í ítalska matargerð og fleira.
Svört piparkorn koma af ættinni vínpipar. Þegar svört piparkorn eru framleidd eru berin tínd strax og þau eru orðin græn og síðan eru þau þurrkuð í sólinni þar til þau verða svört. Piparkornin eru mulin í mortéli eða piparkvörn og henta til nánast allra matargerðar, fyrir kjöt, fisk og grænmeti.
Timian er ómissandi krydd fyrir lambakjötið og villibráð íslenskrar náttúru, ýmist í aðalhlutverki eða með öðrum kryddjurtum, s.s. majoran og salvíu. Hún gefur góðan tón í kjúklinga-, nauta- og svínakjötsrétti, súpur, pottrétti og grænmetisrétti hvers konar. Timianjurtin er ein af elstu lækningajurtum gamalla bóka, íslenskra og erlendra og er sögð vera allra meina bót, þó notuð í seyði. Sagt er að timiansetði sé blóðhreinsandi, auki lyst og sé styrkjandi almennt fyrir kropp og sál.
Kúrkúma er víða ræktað í hitabeltislöndum. Kryddið er unnið úr rósastönglum jurtarinnar og er litur þess heiðgulur sem gerir karrýblöndur gular. Turmerik hefur hvorki mikið né ákveðið bragð og er sjaldan notað eitt og sér í matreiðsluna nema til að lita matinn, s.s. við suðu á hrísgrjónum og pottréttum. Fyrir þá sem blanda eigin karrýblöndur er turmerik ómissandi.
Ungversk paprika er þjóðarkrydd Ungverja og er notuð í hinn fræga rétt, Ungverska gúllassúpu. Ungverska paprikuduftið þykir það besta á markaðnum, milt og sætt, en þó bragðmikið. Það hentar einnig á allt annað hráefni, fisk, kjöt og grænmeti.