Kryddblöndur
Kryddblöndur hafa þróast, bæði út frá hefð og nauðsyn, í löndum þar sem krydd ræktast vel og samgögur á milli landa auðveldar. Arabískar nætur eða ,,sjö krydda blandan" þróaðist í Líbanon. Sjö krydda blandan er sérlega góð til að kryddleggja lambakjöt (og annað kjöt) til steikingar eða til að grilla. Þá er hún góð í pottrétti með hvers konar kjöti eða/og grænmeti. Gjarnan má krydda steikt grænmeti og hrísgrjón með blöndunni.
Arabískur matur er mjög ljúffengur, ekki sterkur en nostrað mikið við hann. Þessi kryddblanda er sérlega góð til að kryddleggja kjúklingakjöt. Hún hentar einnig fyrir okkar íslenska lambakjöt, í litlar kjötbollur, á steiktan fisk og er alveg sérlega spennandi fyrir grænmetis- og baunarétti. Gott er að nota Ítölsku hvítlauksblönduna með þessari kryddblöndu.
Best á allt er góð kryddblanda fyrir lambakjötið okkar góða, nautakjöt, svínakjöt, grænmeti á pönnu og grill svo og á kartöflur (venjulegar eða sætar). Best á allt er stráð beint á kjötið/grænmetið við steikingu eða grillun í ofni, svo og grillun á útigrilli. Gjarnan má prófa að kryddleggja kjöt og grænmeti með því að væta Best á allt í góðri olíu, s.s. sólblómaolíu og láta liggja í nokkrar klukkustundir.
Cajun matreiðsla á rætur að rekja til Suðurríkja Bandaríkjanna. Þessi ilmandi og bragðmikla kryddblanda einfaldar alla matargerð frá þessum hluta heimsins, Cajun barbeque er einnig frábær sem alhliða grillkrydd jafnt á kjöt eða fisk og einnig sem steikarkrydd fyrir pönnusteikingu. Þá má nota Cajun barbeque á kjöt eða í hakk í mexíkóska taco og fajitas rétti. Ath. þessi blanda inniheldur hefðbundið salt en ekki lágnatríumsaltið Eðalsalt.
Verðlaunakryddblanda sem hentar nánast fyrir allt hráefni, kjöt, fisk og grænmeti. Hana má nota á hvaða kjötafurð sem er í pottrétti, til kryddlagningar og steikingar í ofni, pönnu eða á grilli. Sjávarréttagrillpinna með t.d. lúðubitum, úthafsrækju og humar, í sjávarréttapottrétti, í kjötbollur, á hamborgarana, pizzusósuna og margt fleira. Hún er fín með léttsteiktu grænmeti sem meðlætisréttur.
Eðal- kjúklingakryddið þykir frábært á kjúkling, til steikingar, grillunar eða til að baka í ofni. Þá þykir kryddblandan góð á steiktan fisk, t.d. lúðu, rauðsprettu, ýsu eða silung. Þá er hún góð til að nota í grænmetis- eða pastarétti. Hún kemur einnig vel út á lamba- og svínakjötið.
Góð alhliða kryddblanda á svínakjöt, til steikingar eða grillunar. Þá þykir Eðal-svínasteikarkryddið gott á kjúklinga- og lambakjöt, jafnvel grænmetisrétti. Það hressir vel upp á afganga í biximat, því það inniheldur sambland af ilmandi jurtum úr laufum, berki og fræjum.
Eðalkrydd er alhliða kryddblanda sem hentar öllu hráefni: á kjöt, á fisk, á grænmeti og á pasta. Það má nota sem borðkrydd í stað salts og pipars, og sem steikar- og grillkrydd. Eðalkrydd er gott að nota með öðrum kryddblöndum Pottagaldra sem innihalda ekki salt og pipar. Þar getur Eðalkryddið komið í stað súputeninga til að gefa dýpri fyllingu í matargerðina.
Eðalsteik- og grillkrydd er ljúffengt alhliða krydd á kjöt, rautt og hvítt, fisk og grænmeti til steikingar eða til að grilla. Þá má nota kryddið sem forkrydd til að kryddleggja hráefnið. Þá má gjarnan nota Eðalsteik- og grillkryddi í stað salts og pipars með öðrum kryddblöndum Pottagaldra sem eru án salts og pipars.
Ómissandi kryddblanda fyrir fiskisúpur og sjávarréttapottrétti, ofnbakaðan fisk, á pönnuna og á grillið. Tómatpuré tónar vel með kryddblöndunni. Þá er hún góð í fisksósur, heitar eða kaldar, t.d. í sýrðum rjóma. Saltað og piprað eftir smekk - hristist vel fyrir notkun.
Mexíkóveisla er spennandi "glaðleg, létt og heit" kryddblanda. Hana má nota á hvaða hráefni sem er, s.s. í fiskrétti, kjötrétti, kjúklinga- og grænmetisrétti. Hún hentar sérlega vel í hvers kyns pottrétti, taco rétti og almennt í Tex Mex rétti, þar sem tómatafurð kemur við sögu. Þá má nota hana til að búa til salsa sósu úr tómatafurðum, kryddolíu og margt fleira. Mexíkóveisla er án salts og skal því salta eftir smekk.
Fiskikryddið hentar öllum fiski og sjávarafurðum, steiktum, grilluðum, ofnbökuðum eða í súpur. Þá er það gott í fiskibollur, fiskisósur og er spennandi á steiktar hrognabrækur. Fiskikryddið er ljúyffemgt á léttsteikt grænmeti og grænmetissúpu.
Kryddblandan er án allra aukaefna. Það inniheldur ekki sílíkon díoxíð. Sílikon díoxíð er til að auðvelda saltinu að renna, í staðinn þarf að hrista vel glasið. Franska kartöflukryddið getur einnig notast sem borðkrydd og stráð út á salöt og fleira.
Garam Masala er ein af undirstöðum karríblandna á Indlandi. Hún er ýmist notuð ein og sér við upphaf steikingar með lauk og svo annarri karríblöndu bætt út í. Hún hentar bæði fyrir kjöt, grænmeti og fiskrétti. Garam Masala má einnig setja út í réttinn rétt fyrir lok eldamennskunnar. Garam Masala inniheldur krydd sem eru ristuð og mulin.
Graflax blandan einfaldar allan verknað þegar grafa skal laxinn. Flakið er hreinsað af öllum beinum, skolað vel og þurrkað, og það sett á flatan flöt úr gleri eða stáli (ekki álform). Blöndunni er svo stráð yfir þannig að hún þekur flakið vel og það sett í kæli í 36-48klst. Einnigm á grafa annan fisk á sama hátt, s.s. ýsu- eða silungarflök. Gjarnan má frysta flökin til frekari geymslu eftir meðferð.
Skemmtileg og spennandi kryddblanda fyrir hina nýungagjörnu. Kryddblandan inniheldur grænar kryddjurtir í samspili við kaniljurtina sem gefur afar sérkennilegt tónspil í matargerðina. Gríska kryddblandan er spennandi til að kryddleggja og grilla lamba- og nautakjötið, frábært í kjötbollur úr hakki og hentar einnig vel fyrir grænmetis- og baunarétti.
Hamborgarakrydd Pottagaldra má einnig nota á allt annað kjöt og jafnvel franskar kartöflur. Fiskir og grænmeti myndu einnig líka vel við Hamborgarakryddið. Hamborgarakryddið inniheldur natríumskert sjávarsalt. Það bindur ekki eins mikið salt í líkamanum.
Heitt pizzakrydd er spennandi á pizzuna, bakaða heima eða aðkeypta. Heita pizzakryddið má einnig nota á salöt, út á brauðið, í pastarétti, á grillaðan humar, rækjur og fisk, einnig grænmeti, kjöt og í pottrétti. Kryddið er án salts, en það er sterkt og bítur í. Það getur því hentað með öðru kryddi til að styrkja réttinn.
Víðfræg kryddblanda ættuð frá Provence héraði í Frakklandi. Hún er full af ilmandi kryddjurtum sem henta nánast öllu hráefni til matargerðar: grænmeti, fisk, í sósur, sýrðan rjóma og margt fleira. Hana má einnig nota í allan ítalskan mat og matargerð. Gott er að bæta hvítlauk með í matargerðina eftir smekk. Hristist vel fyrir notkun.
Eðal-hvítlaukssaltið hentar öllu hráefni: á kjöt, á fisk og á grænmeti. Þá má nota það í hvítlauksbrauð, sýrðan rjóma sem ídýfu eða kalda sósu, út á salatið og margt fleira.
Þessi indverska kryddblanda á rætur sínar að rekja til frönsku nýlendunnar Puducherry á Indlandi. Blandan er líka kölluð Vadouvan eða ,,franskt karrý" og er þekkt fyrir sitt milda, sæta bragð með örlítið reyktum keimi. Kryddblandan hentar í alla indverska matargerð en er einstaklega góð í grænmetissúpur og pottrétti.
Kryddblanda þessi er ætluð fyrir ítalska matargerð, s.s. pizzur, pasta- og pizzasósur, lasagna og bolognese. Hún er góð í pottrétti úr kjöti eða soyakjöti, í kjötbollur eða soyabaunabuff og margt fleira. Hún er ætíð góð í bixímat.
Með ítalska sjávarréttakryddinu, íslensku sjávarkonfekti og ítölsku pasta næst himnesk máltíð sem seint gleymist. Kryddblöndunni er stráð yfir hráefnið um leið og það er steikt eða sett út í hveiti og fiskinum velt upp úr því. Saltað og piprað eftir smekk. Gott er að bæta rjóma og/eða hvítvíni ásamt örlitlum osti út í, til að gera sósu. Einnig er gott að strá kryddinu út á kalt pastasalat með sjávarafurðum.
Í þessari kryddblöndu leikur hvítlaukurinn aðalhlutverkið í samspili við aðrar kryddjurtir. Ítölsku kryddblönduna má nota á hvaða hráefni sem er, s.s. fisk og sjávarrétti, kjöt, í pasta, á brauð, í grænmeti og í hakkrétti. Þá er kryddblandan góð í olíu til að kryddleggja kjöt eða fisk, saman við smjör í kryddsmjör og í sýrðan rjóma.
Þessi kryddblanda var sérstaklega könnuð til þess að blanda með hráefni sem fer í fyllingu kalkúnsins. Með glasinu fylgir uppskrift af ljúffengri fyllingu ásamt öðrum góðum ráðum við steikingu og sósugerð kalkúnsins. Saltað og piprað eftir smekk - hristist fyrir notkun.
Karry er hugtak yfir kryddblöndur á indversku máli. Þetta karrý er hið "venjulega karrý" fyrir kjöt- og fiskibollur í karrý. Það er oftast nefnt enskt karrý. Enska karrýið er milt og gott fyrir hvers kyns rétti úr kjöti, fiski og grænmeti. Það er einnig gott til að krydda kaldar sósur úr majónesi og/eða sýrðum rjóma, í kryddolíur, í hina ýmsu rétti fyrir saumaklúbbinn eða önnur skemmtileg tilefni. Saltað og piprað eftir smekk.
Karrý de lux er kærkomin nýjung í karrýflóruna. Hún inniheldur mikið af ilmandi ristuðum fræjum og jurtum. Karrý de lux hentar vel fyrir fisk, rækjur, lambakjöt, svínakjöt, kjúkling og nautakjöt. Karrý de lux er spennandi viðbót í bauna- og grænmetisrétt. Karrý de lux er ekki sterkt og má styrkja matinn með cayenne pipar og/eða öðrum pipar. Saltað eftir smekk.
Spennandi karrýblanda sem fer vel við lambakjötið og annað kjöt, s.s. svína-, nauta- og kjúklingakjöt. Þá má prófa hana í grænmetis- og baunarétti. Gott er að blanda Karrý Madras við góða olíu og kryddleggja hráefnið fyrir eldun eða strá því beint á þegar steikt er. Karrý Madras er miðlungssterkt og má styrkja blönduna með cayenne pipar og/eða öðrum pipar. Saltað eftir smekk.
Karrý kemur að mestu leyti frá Indlandi og þýðir karrý kryddblanda. Þessi kryddblanda er í sterkara lagi svo prófa skal sig áfram með hana í matseldinni. Það er hægt að nota hana beint út á pönnuna í pottréttinn eða marinera með henni.
Kebab kryddið er sérstaklega gott og spennand á grillaðan kjúkling, heilan eða í bitum. Ofnsteiktir kjúklingavængir þykja lostæti með þessuk ryddi sem forréttur eða heil máltíð. Kebab krydd má gjarnan prófa á alls kyns kjöt, s.s. svínakjöt, lambakjöt og jafnvel á grillaðan silung. Þá er rkyddið mjög gott á pönnusteikt grænmeti sem meðlæti.
Krydd fyrir krakka passar fyrir allt hráefni. Gott fyrir franskar kartöflur, hamborgara, kjúklinga og til að steikja kjöt og fisk eða grænmeti. Gott með skinku- og ostabrauði í ofni, pasta heitt eða kalt, spaghettirétti og margt fleira. Gott sem borðkrydd í stað salts og pipars. Krydd fyrir krakka er líka hollt því það inniheldur aðeins góð krydd og sjávarsalt, sem inniheldur minna af natríum. Það er einfalt í notkun og getur eflt áhuga barna á matreiðslu og hollu fæði.
Dásamlegt krydd fyrir ljóst kjöt, fisk og létt hráefni, s.s. í pasta- og grænmetisrétti og á salöt. Prófaðu það á steiktan fisk og kjúklingabringur, á grillaðan kjúkling, samlokuna, e.t.v. á kálfa- og grísakjöt og margt fleira. Krydd lífsins er tvíburakrydd Töfrakryddsins. Bæði hafa sín séreinkenni í bragði og bæði má nota sem borðkrydd.
Lamb Islandia er ein vinsælasta kryddblanda Pottagaldra. Hún er hönnuð fyrir íslenska lambakjötið en er einnig góð fyrir svína- kjúklinga- og kalkúnarétti. Hún er afbragð í ofnbakaða kartöflu og smjör-baunarétti og gott er að blanda henni í sýrðan rjóma eða í kalda sósu og hafa með grillmat eða í bakaðar kartöflur. Þá kemur hún á ovart í lifrarpylsugerð!
Skemmtileg kryddblanda ættuð frá Mið-Austurlöndum þar sem laufkrydd, kóríander og cumin mætast. Kryddblandan er góð fyrir lambakjöt, matreitt á pönnu, í potti eða í ofni. Þá hentar hún vel í ýmsa grænmetis- og baunarétti og kemur einnig vel út í kjúklingarétti. Saltað og piprað eftir smekk - hristist fyrir notkun.
Piparblandan "fjórar árstíðir" inniheldur fjórar tegundir af pipar: svartan, hvítan, grænan og rauðan rósapipar. "Fjórar árstíðir" er sérlega góð á allt kjöt, í steikingu eða á grillið. Piparblandan notist í piparkvörn.
Piri Piri er kryddblanda sem er ættuð frá Portúgal með áhrifum frá Afríku. Hún er notuð til að kryddleggja hráefni, s.s. kjúkling, rækjur og humar. Hún er ýmist sett í olíu eða stráð beint út á hráefnið. Piri Piri er einnig gott krydd til að snerpa aðra rétti eða kryddblöndur. Saltað eftir smekk - hristist fyrir notkun.
Pizzakrydd má setja á alla spaghetti rétti eða setja út á pizzuna, eða pizza sósuna. Gott út í heita eða kalda pastarétti og kjöthakksrétti á pönnu. Pizzakryddið er ekki með salt og pipar - þá þarf að salta og pipra um leið og eldað er.
Samloka með girnilegu innihaldi er smurð að utan með majónesi/smjöri eða ólífu olíu og síðan krydduð með t.d. Basiliku og salti. Samlokan er síðan grilluð í t.d. samlokugrilli. Þetta má gera með Ítalska panini kryddinu og margt fleira. Strá því út á salat ásamt ólífuolíu, krydda pastarétti, krydda eggaldin og væta úr olíu og steikja/grilla, kryddleggja kjúklingabringur og margt fleira. Möguleikarnir eru margir, allt eftir hugmyndaflugi viðkomandi.
Blanda úr fræjum, hvítlauk, laukdufti og flögusalti sem er frábært að sáldra yfir mat til að gefa honum stökkara, ljúfengara og skarpara bragð. Þá má t.d. nefna nýbakað eða ristað brauð og beyglur, salöt, egg, avókadó, grænmeti, bakaðar kartflur, ídýfur og jafnvel grillaðan kjúkling. Blandan er rík af kalki, trefjum og próteinum og má gjarnan nota sem borðsalt.
Sítrónupipar þykir ómissandi á steiktan og grillaðan fisk. Þessi kryddblanda inniheldur fyrsta flokks pipar og sítrónubörk. Ilmurinn er engu líkur. Sítrónupipar er einnig gott að setja á salat, á laxinn og silunginn, á grillmat með öðrum kryddblöndum Pottagaldra, á kjúklinginn og margt fleira, jafnvel sem borðkrydd. Ekkert MSG, silicon dioxide eða sítrónusýra.
Taaza masala er mjög skemmtileg með fiski, rækjum, humri og öðrum sjávarafurðum. Hún er einnig spennandi fyrir grænmetisrétti. Taaza masala má nota til steikingar eða í pottrétti með lamba-, nauta-, svína- og kjúklingakjöti. Gott er þá að bragðbæta með dropa af sesamolíu og/eða kókosmjólk. Á grillið er Taaza masala mjög góð til að kryddleggja grænmeti, á kjöt og fisk með því að blanda kryddinu við olíu eða jógúrt. Taaza masala inniheldur dálítið af chilli, en er ekki mjög sterk.
Frábær indverk kryddblanda fyrir kjúkling, kjöt og fisk til að grilla inni eða úti, eða baka í ofni. Gott er að blanda Tandoori kryddinu við hreina jógúrt og sítrónusafa og kryddleggja hráefnið í nokkrar klukkustundir. Í stað þess að grilla má setja hráefnið í eldfast form í kryddleginum og elda. Saltað eftir smekk rétt fyrir eldun. Orðið tandoori merkir grillaðferð. Kjöt eða fiskur er kryddlagður, settur á spjót og grillaður í leirofni. Á vesturlöndum grillum við í venjulegum ofni eða útigrilli
Það eru töfrar í Töfrakryddinu. Það notast jafnt sem borðkrydd eða sem steikar- og grillkrydd. Töfrakryddið hentar öllu hráefni, s.s.: sjávarafurðum, kjöti, grænmeti (steiktu eða soðnu), í ferskt salat, pasta, hamborgara, franskar kartöflur, samlokur, súpur, pottrétti, ítalska matargerð og margt fleira. Töfrakryddið inniheldur cheddar ost sem er kærkominn viðbót í matargerðina og gefur mikla bragðfyllingu.
Verðlaunablandan Villiujurtir er góð fyrir lambakjöt og aðra íslenska villibráð, s.s. hreindýr, gæs, lax og fleira. Hún er góð til að kryddleggja kjöt, vætt í olíu. Hún hentar fyrir nautakjöt og er góð í pottrétti, sveppasósu, súpur, grískt músaka og er frábær með léttsteiktu grænmeti.