Olíur

Piri Piri Kryddolía
Piri piri er sérstök kryddolía ættuð frá Portúgal og Afríku. Hún er sérstaklega góð til að kryddleggja kjúkling, heilan eða hlutaðan og steikja/grilla í ofni eða á útigrilli. Þá er Piri Piri kryddolían góð í saltfiskrétti eða til að grilla heilar rækjur og humar. Hana má jafnvel nota sem steikingarolíu fyrir sterka mexikóska rétti eða nota út á pizzuna, í pastasalatið og út í pottréttinn til að snerpa bragð hans.
Piri Piri kryddolían er mjög sterk og skal nota hana varlega fyrir óvana bragðlauka
Ítölsk hvítlauks kryddolía
Ítalska hvítlauksolían er góð til að kryddleggja hvaða hráefni sem er, kjúkling, lamba, nauta og svínakjöt. Þá er hún góð til að kryddleggja og pensla á meðan grillað er t.d. lúðu, lax, silung, skötusel, humar, risarækjur og hörpuskel. Hún er góð út á pizzuna, í salatið, sem ídýfa með brauði eða í brauðbakstur. Ítalska hvítlauksolían er tilvalin sem steikingarolía til að snerpa bragð matarins, s.s. fyrir kjöt, fisk, grænmetismeðlæti og kínverska rétti.
Hún inniheldur ekkert salt.
Grísk kryddolía
Gríska kryddolían er afar sérstök. Hrífandi kemur hennar er engu líkur og minnir á Miðjarðarhafslöndin og Austurlönd nær. Kjúklingakjötið fær alveg sérstakt og nýstárlegt bragð. Best er að kryddleggja kjúklingabitana í sólarhring eða tvo og síðan elda í ofni eða á útigrilli. Gríska kryddolían er einnig spennandi til kryddleggingar á lambakjöti sem eldað er á pönnu, í ofni eða á útigrilli. Hún er einnig tilvalin sem steikingarolía til að gefa matnum gott bragð. Hún er án salts.
Víkinga grill & steikarolía
Víkinga grillolían er sérstaklega ljúffeng fyrir lamba- og nautakjöt. Hún lagar sig sérstakelga að kjötinu án þess að yfirgnæfa bragð þess. Nota má hana til að pensla á kjötið um leið og grillað er, eða til að kryddleggja áður og leyfa kjötinu að brjóta sig og drekka í sig kryddbragðið. Góður tími til kryddlaggningar er 24-48klst fyrir grill- eða pönnusteikingu. Einnig er olían góður kostur sem steikingarolía beint á pönnu er því ekki nauðsynlegt að krydda kjötið að öðru leyti.
Show More

Dalbrekka 42, 200 Kópavogur, Ísland

(Laufbrekka 18 niðri)

Opnunartími skrifstofu:

Mánudag - fimmtudags 9:00 - 14:00

Föstudag 9:00 - 12:00

Hafa samband:

S. 564-4449

pottagaldrar@pottagaldrar.is

  • Facebook
  • Instagram
Ítölsk hvítlauks kryddolía

Ítalska hvítlauksolían er góð til að kryddleggja hvaða hráefni sem er, kjúkling, lamba, nauta og svínakjöt. Þá er hún góð til að kryddleggja og pensla á meðan grillað er t.d. lúðu, lax, silung, skötusel, humar, risarækjur og hörpuskel. Hún er góð út á pizzuna, í salatið, sem ídýfa með brauði eða í brauðbakstur. Ítalska hvítlauksolían er tilvalin sem steikingarolía til að snerpa bragð matarins, s.s. fyrir kjöt, fisk, grænmetismeðlæti og kínverska rétti. Hún inniheldur ekkert salt.