top of page

Sumarsalat


Magafylli af sumarsalati með öllum litum og bragði fyrir bragðlaukana.

Hráefni:

 

Rucola- eða klettasaltablanda paprika í ýmsum litum agúrka ferskir tómatar eða sólþurrkaðir Létt steikt eggaldin og kúrbítur (zucchini) kryddað með Töfrakryddi kartöflusalat túnfiskur (má sleppa) döðlur, skornar í tvennt pecan hnetur feta ostur saltstangir

Léttsteikið eggaldinið og kúrbítinn í sneiðum. Kryddað með Töfrakrydd Pottagaldra. Dreifið klettasalatinu, tómötunum, agúrku-og pasprikusneiðu

m á diskinn. Þá er steikta grænmetinu raðað í eitt hornið, kartöflusalatinu í annað og túnfisknum í það þriðja. Döðlunum, pecan hnetunum og feta ostinum er síðan dreift yfir. Notið ykkar uppáhalds salatolíu. Saltstangir eru síðan stungið inn hingað og þangað. Girnilegt salat og heilmikil magafylling.

Gjarnan má afgangskjúkling og bita kjötið niður og setja í stað túnfisksins. Um að gera að nýta það sem til er.

bottom of page