top of page

Kalkúnafylling II

Þetta er fylling fyrir 4-5 kg kalkún

125 gr smjör

2-3 laukar

1 grænt epli

100 gr skinka

100 gr. beikon

1 stöngull af selleríi

1 stk. franskbrauð

75 gr furuhnetur

½ tsk. Timían

1-2 mtsk. Kalkúnakrydd

½ tsk. Hvítur pipar

2 stk egg

5 mtsk. rauðvín eða mjólk

salt eftir smekk.

Laukur, epli, skinka, beikon, sellerí er skorið fínt niður. Furuhneturnar eru ristaðar á heitri pönnu. Skorpan er tekin af brauðinu og brauðið skrið í teninga. Smjörið er brætt og laukurinn látinn linast í smjörinu án þess að brúnast. Kryddinu bætt út í og allt látið krauma í smá stund. Þá er öllu blandað saman, bragðbætt með salti og pipar og kalkúnninn fyltur. Afganginn af fyllingunni má gjarnan setja í álform og baka í ca. klukkutíma.

Gott er að pensla kalkúninn með bræddu smjöri eða nota gljáann sem sagt er frá í uppskriftinni sem fylgir kalkúnaglasinu. Einnig mælum við með fyrrgreindri sósu. Kalkúnninn er settur í 175°heitan ofn og álpappír er settur yfir. Reikna má með ca. 50 mín. pr. kg. Álpappírinn er síðan tekinn af síðustu 45 mín til að kalkúnninn brúnist.

bottom of page