Kalkúnafylling II

Þetta er fylling fyrir 4-5 kg kalkún

125 gr smjör

2-3 laukar

1 grænt epli

100 gr skinka

100 gr. beikon

1 stöngull af selleríi

1 stk. franskbrauð

75 gr furuhnetur

½ tsk. Timían

1-2 mtsk. Kalkúnakrydd

½ tsk. Hvítur pipar

2 stk egg

5 mtsk. rauðvín eða mjólk

salt eftir smekk.

Laukur, epli, skinka, beikon, sellerí er skorið fínt niður. Furuhneturnar eru ristaðar á heitri pönnu. Skorpan er tekin af brauðinu og brauðið skrið í teninga. Smjörið er brætt og laukurinn látinn linast í smjörinu án þess að brúnast. Kryddinu bætt út í og allt látið krauma í smá stund. Þá er öllu blandað saman, bragðbætt með salti og pipar og kalkúnninn fyltur. Afganginn af fyllingunni má gjarnan setja í álform og baka í ca. klukkutíma.

Gott er að pensla kalkúninn með bræddu smjöri eða nota gljáann sem sagt er frá í uppskriftinni sem fylgir kalkúnaglasinu. Einnig mælum við með fyrrgreindri sósu. Kalkúnninn er settur í 175°heitan ofn og álpappír er settur yfir. Reikna má með ca. 50 mín. pr. kg. Álpappírinn er síðan tekinn af síðustu 45 mín til að kalkúnninn brúnist.

Dalbrekka 42, 200 Kópavogur, Ísland

(Laufbrekka 18 niðri)

Opnunartími skrifstofu:

Mánudag - fimmtudags 9:00 - 14:00

Föstudag 9:00 - 12:00

Hafa samband:

S. 564-4449

pottagaldrar@pottagaldrar.is

  • Facebook
  • Instagram