Kalkúnakrydd

Kalkúnninn má vera af hvaða stærð sem er. Steikartími kalkúns er um 40-50 mín. pr. kg. Á 160° hita án blásturs. Ætíð er best að fylgjast vel með kalkúni í steikingu vegna þess að enginn ofn er eins. Gott er að þekja hann með álpappír 2/3 hluta steikingrtímans og láta hann síðan brúnast síðasta hluta og hækka hitann í 180°. Gott ráð fékkst í þætti Sigurðar Hall á Stöð 2 um að þekja kalkúninn með gömlu hreinu viskustykki sem vætt er vel upp í bræddu smjöri í stað álpappírs.

Fyllingin

Hráefni:

4-500 gr. svínahakk, brauðsneiðar af hálfu brauði, grófu eða hvítu, handfylli af sveskjum saxaðar, 1 lítil dós apríkósur, ½ glas kalkúnakrydd, 1-2 tsk. salt og 1-2 tsk. hvítur pipar.

Leysið upp brauðsneiðarnar í vatni eða kjúklingasoði. Blandið saman við svínahakkið og bætið sverskjum og apríkósunum (án safans) með. Bætið þá kryddblöndunni út í ásamt salt og pipar og fyllið kalkúninn vel og saumið fyrir. Ef afgangur er af fyllingunni má gjarnan baka hana í álformi með kalkúninum í klukkutíma eða svo.

Ef þið hafið ykkar ákveðnu uppskrift af kalkúnafyllingu, með eða án kjöts mæla Pottagaldrar endilega með að krydda hana með þessari kryddblöndu sem inniheldur salvíu og þarf aðeins að bæta salti og pipar.

Gljái á kalkún

Hráfefni:

1 ½ mtsk. Creola kryddblanda Pottagaldra, ¼ l. appelsínudjús, 3 mtsk. limedjús eða sítrónusafi, 1 mtsk. sinnep, 3 mtsk. soya sósa, 50 gr báðið smjör, 2-3 mtsk. hunang.

Blandið öllu vel saman í skál. Byrjið á því að nudda salti og hvítum pipar vel á kalkúninn. Penslið síðan kalkúninn vel með gljáanum og hefðið steikingu hans. Penslið af og til með gljáanum á meðan steiking stendur yfir, sérstaklega eftir að álpappírinn/eða viskustykkið hefur verið fjarlægt og skinnið að brúnast.

Himnesk sósa

Brúnið og steikið fóarnið úr kalkúninum ásamt vængstubbunum. Kryddið það með 1-2 tsk. Kalkúnakryddinu og Creola blöndunni ásamt salt, pipar og lárviðalaufum um leið og steikt er. Hellið vatni út á og sjóðið í góðan klukkutíma. Gjarnan má bæta kalkúna- eða kjúklingakrafti út í vatnið ásamt lauk, sellerý og gulrótum til að fá sterkara bragð. Sjóðið rétt yfir suðumarki í góðan klukkutíma og síið.

Þegar kalkúnninn er full steiktur skal sía soð hans út í sósusoðið. Sjóðið áfram í 15 mín. Ef soðið er enn gruggugt má sía það aftur. Bætið þá út í soðið restinni af gljáanum ásamt rjóma. Þykkið eftir smekk. Ef portvín eða líkjörar eru til í vínskápnum má alltaf smakka sósuna til með þeim eða góðu með rifsberjageli en gljáinn gerir það besta fyrir sósuna.

Recent Posts

Stay Up-To-Date with New Posts

Search By Tags

Dalbrekka 42, 200 Kópavogur, Ísland

(Laufbrekka 18 niðri)

Opnunartími skrifstofu:

Mánudag - fimmtudags 9:00 - 14:00

Föstudag 9:00 - 12:00

Hafa samband:

S. 564-4449

pottagaldrar@pottagaldrar.is

  • Facebook
  • Instagram