Lambagúllas á spjóti

June 20, 2019

 

Sólin hefur ákveðið að kíkja á okkur og þá er tilvalið að kveikja upp í grillinu! Í þessari uppskrift notum við Víkinga grill & steikarolíuna okkar sem hentar einstaklega vel með grillmat. Rosalega einföld uppskrift sem inniheldur smá föndur við að raða á spjótin. Í heildina tekur þetta um 45 mínútur og dugar fyrir þrjá til fjóra. 

Innihald:

- 1200gr. lambagúllas marinerað með Víkingaolíu(rúmlega 3/4 dl.) í 4-6 klst.
- 2 rauðar paprikur
- Hálft box af sveppum
- 2 hvítir laukar


Aðferð:

Öllu hráefninu er þrætt á spjót - hægt er að nota grænmeti að eigin vali. Spjótunum er skellt á grillið og mikilvægt er að snúa þeim reglulega.
 

 Við mælum svo með frískandi jógúrtsósu/hvítlaukssósu til hliðar ásamt pítubrauði/naan brauði og smá salati.

Athugið➡️ Mikilvægt að hrista vel upp í olíunum fyrir notkun!

Please reload

Recent Posts

December 22, 2017

December 22, 2017

May 24, 2017

Please reload

Stay Up-To-Date with New Posts

Search By Tags

Please reload

Dalbrekka 42, 200 Kópavogur, Ísland

(Laufbrekka 18 niðri)

Opnunartími skrifstofu:

Mánudag - fimmtudags 9:00 - 14:00

Föstudag 9:00 - 12:00

Hafa samband:

S. 564-4449

pottagaldrar@pottagaldrar.is

  • Facebook
  • Instagram