top of page

Mexíkósúpa


Þessi uppskrift getur verið bæði með eða án kjúklings


C.a. fyrir 4 ( 1-2 tímar)


Ef ekki er notaður kjúklingur þá má bæta við grænmetislistann eða auka hann

Um að gera að nýta grænmetið sem til er heima í súpuna.
Heitt pizzakrydd

Karrý de lux

Salt og pipar

600 gr kjúklingalundir

1/2 sæt karftafla

1 laukur

1 græn paprika eða rauð paprika

1/2 blaðlaukur

2 gulrætur

5 hvítlaukrif - söxuð

1 sellerý

Kjúklingakraftur

2 dósir saxaðir tómatar

2dl rjómi og/eða rjómaostur eða rjómaostur með grillaðri papriku og chilli

olía til steikingar

Annað

Sýrður rjómi

1 lime (súraldin)

Svart Doritos


-- Kryddað eftir þörfum og gott er að smakka sig til meðan súpan sýður --Undirbúningur:

Skerið grænmetið nokkuð smátt og saxið lauk og hvítlauk


Eldun:

Kjúklingurinn er settur í pott og steiktur með Karrý de lux, salti og pipar

Kjúklingurinn tekinn úr pottinum eftir að hann er fulleldaður

Hér má rífa hann niður eða skera í minni bita en einnig má gera þetta í pottinum sjálfum á eftir


Grænmetinu bætt við í pottinn, steikt og kryddað með Heitu pizzakryddinu


Kjúklingnum bætt út í og rifinn (ef ekki búið að því) á meðan honum er blandað við grænmetið

Bætið við tómötunum og um 1 - 1,5 ítra af sjóðandi vatn og kjúklingakrafti.

Sjóðið við vægan hita í góðan klukkutíma eða lengur (því lengur því betra)

Hrærið reglulega og smakkið til með kryddblöndunum og salti og pipar.


Þegar hálftími er eftir af suðu bætið við rjómanum og/eða rjómaostinum


Borið fram

Gott er að kreista lime yfir súpuna og bæta við sýrðum rjóma og muldu Doritos


Tags:

bottom of page